ASÍ hefur ákveðið að höfða mál gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna Fæðingarorlofssjóðs.

ASÍ hefur ákveðið að höfða mál gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna Fæðingarorlofssjóðs. Málið er höfðað til viðurkenningar á því að greiða beri foreldum í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands orlofslaun af greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði vegna þess tíma sem þeir eru í fæðingarorlofi og njóta greiðslna úr sjóðnum.

Tildrög málsins eru þau að í janúar 2003 synjaði úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála foreldri um greiðslu orlofs á greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði. ASÍ byggir málsókn sína á því að sá úrskurður og framkvæmd Tryggingastofnunar sé í andstöðu við ákvæði laga um orlof og 7. gr. tilskipunar ESB. ASÍ segir í fréttatilkynningu að meginregla orlofslaga sé sú, að foreldri í fæðingarorlofi glati hvorki né hætti að ávinna sér starfstengd réttindi meðan á fæðingarorlofi stendur. Að svo miklu leyti sem réttindi þessi séu ekki greidd af atvinnurekanda greiði fæðingarorlofssjóður 80% þeirra.