MAGDEBURG vann góðan útisigur á Pfullingen, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sækja því áfram að efstu liðunum, Flensburg og Lemgo, og hafa tapað næstfæstum stigum allra liða í deildinni.

MAGDEBURG vann góðan útisigur á Pfullingen, 36:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sækja því áfram að efstu liðunum, Flensburg og Lemgo, og hafa tapað næstfæstum stigum allra liða í deildinni. Sigfús Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir Magdeburg en hinn pólski Grzegorz Tkaczyk gerði 11 af mörkum liðsins.

*Essen vann Wetzlar, 25:22, á útivelli í Íslendingaslag og styrkti stöðu sína í 7. sæti deildarinnar. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 4 mörk fyrir Essen en Róbert Sighvatsson gerði 3 mörk fyrir Wetzlar og Gunnar Berg Viktorsson 2.

*Jaliesky Garcia var markahæstur hjá Göppingen sem sótti Kiel heim. Garcia skoraði 7 mörk en þau dugðu skammt því Kiel vann öruggan sigur, 35:26. Johan Pettersson skoraði 12 mörk fyrir Kiel.

*Guðmundur Hrafnkelsson og félagar í Kronau-Östringen töpuðu, 36:30, í Nordhorn og sitja áfram á botni deildarinnar. Kronau hafði yfirhöndina lengi vel en gaf eftir þegar leið á leikinn. Jan Filip skoraði 8 mörk fyrir Nordhorn.

*Sören Stryger skoraði 11 mörk fyrir topplið Flensburg sem burstaði Eisenach, 38:20. Flensburg náði um tíma 20 marka forystu í leiknum.