Ætli beðmál á hvíta tjaldinu verði bönnuð innan 16?
Ætli beðmál á hvíta tjaldinu verði bönnuð innan 16? — Reuters
LOKAÞÁTTUR gamanþáttarins vinsæla Beðmála í borginni (Sex and the City) var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag og fékk meira áhorf en nokkur annar af fyrri þáttunum síðan sýningar á honum hófust fyrir sex árum.

LOKAÞÁTTUR gamanþáttarins vinsæla Beðmála í borginni (Sex and the City) var sýndur í Bandaríkjunum á sunnudag og fékk meira áhorf en nokkur annar af fyrri þáttunum síðan sýningar á honum hófust fyrir sex árum. Áætlað er að um 10,6 milljónir manna hafi horft á uppgjörið mikla í lokin sem eins og gefur að skilja hefur eitthvað að gera með aðalpersónuna Carrie Bradshaw, sem leikin er af Söruh Jessicu Parker. Enginn þáttur sýndur í bandarísku kapalsjónvarpi hefur dregið að fleiri áhorfendur síðan 13,4 milljónir manna fylgdust með þætti um Sópranós-fjölskylduna árið 2002.

Þótt framleiðslu sé nú lokið á Beðmálum í borginni er ekki þar með sagt að þær vinkonur fjórar í New York séu endanlega horfnar af sjónarsviðinu því aðalframleiðandi þáttanna, Michael Patrick King, er nú að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd eftir þáttunum og hefur látið hafa eftir sér að myndin byrji þar sem þættirnir hætta.

Viðræður standa nú yfir við leikkonurnar fjórar sem farið hafa með aðalhlutverkin um að endurtaka þau á hvíta tjaldinu.

Sýningar hefjast á lokaþáttaröðinni af Beðmálum í borginni á RÚV hinn 11. mars.