NÍNA K. Björnsdóttir er byrjuð að æfa á nýjan leik með Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik en hún hefur ekkert leikið með Eyjaliðinu eftir áramótin bæði vegna meiðsla og anna í vinnu. "Ég fagna því mjög að vera búinn að fá Nínu aftur í liðið.

NÍNA K. Björnsdóttir er byrjuð að æfa á nýjan leik með Íslandsmeisturum ÍBV í handknattleik en hún hefur ekkert leikið með Eyjaliðinu eftir áramótin bæði vegna meiðsla og anna í vinnu.

"Ég fagna því mjög að vera búinn að fá Nínu aftur í liðið. Hún styrkir hópinn og ekki veitir af í þeim verkefnum sem eru framundan hjá okkur," sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari ÍBV, við Morgunblaðið í gær.

Aðalsteinn reiknar með að tefla Nínu fram í úrslitaleiknum í bikarkeppninni á lugardaginn, en þá mæta Eyjastúlkur liði bikarmeistara Hauka úr Hafnarfirði gegn bikarmeisturum Hauka. Nína lék með Haukum og þar áður Stjörnunni.