Alexandra Chernyshova
Alexandra Chernyshova
Keflavík | Alexandra Chernyshova, sópransöngkona frá Úkraínu, heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á í dag, fimmtudag, klukkan 20. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó. Alexandra er fædd í Kiev í Úkraínu og lærði þar söng.

Keflavík | Alexandra Chernyshova, sópransöngkona frá Úkraínu, heldur tónleika í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum á í dag, fimmtudag, klukkan 20. Gróa Hreinsdóttir leikur með á píanó.

Alexandra er fædd í Kiev í Úkraínu og lærði þar söng. Hún stundaði síðar nám við söngakademíuna Nezdanova í Odessu og lauk auk þess háskólanámi í tungumálum og bókmenntum.

Starfaði sem einsöngvari

Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum samkeppnum og sungið á hátíðum. Henni hefur nokkrum sinnum verið boðið á Master class námskeið til Hanno Blashke í München í Þýskalandi.

Alexandra var einsöngvari með úkraínsku útvarpssinfóníuhljómsveitinni í tvö ár. Hún hefur unnið í óperunni í Kíev og sungið einsöng með karlakór í heimalandi sínu.

Alexandra hefur búið hér á landi frá því í haust og stundar nám í íslensku við Háskóla Íslands.

Á efnisskránni eru meðal annars lög úr óperum og úkraínskir og rússneskir söngvar.

Undirleikari Alexöndru, Gróa Hreinsdóttir, er organisti við Ytri-Njarðvíkurkirkju, kórstjórnandi og tónlistarkennari.