Hans klaufi í Þorlákskirkju Á sunnudaginn kemur, 29. febrúar, kemur Eggert Kaaber með Hans klaufa sinn í sunnudagaskólann í Þorlákskirkju kl. 11:00. Eggert Kaaber er með Stoppleikhúsið og kemur nú þriðja árið í röð í Þorlákskirkju.

Hans klaufi í Þorlákskirkju

Á sunnudaginn kemur, 29. febrúar, kemur Eggert Kaaber með Hans klaufa sinn í sunnudagaskólann í Þorlákskirkju kl. 11:00. Eggert Kaaber er með Stoppleikhúsið og kemur nú þriðja árið í röð í Þorlákskirkju. Allir krakkar eru hvattir til að koma og skemmta sér. Sýningin er sérstaklega miðuð við tveggja til níu ára gömul börn og svo auðvitað fullorðin börn.

Passíusálmalestur í Langholtskirkju

23. febrúar hófst lestur passíusálmanna alla virka daga í Langholtskirkju. Komið er saman í Guðbrandsstofu í anddyri kirkjunnar kl. 18 og verður lesinn einn sálmur hvern virkan dag fram að páskum. Allir eru velkomnir.

Gospelkvöld í Hátúni 10

NÚ ER komið að hinu mánaðarlega gospelkvöldi í Hátúni, sem haldið verður fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00 á 9. hæð í Hátúni 10.

Það er ÖBÍ og Laugarneskirkja sem standa saman að þessu tilboði í umsjón Guðrúnar K. Þórsdóttur djákna og Þorvalds Halldórssonar söngvara. Fjöldi sjálfboðaliða undirbýr samveruna og ýmsir koma fram með fjölbreytta dagskrá í tónum og tali svo að allir hafa gaman af.

Hér er um einstaka skemmtun að ræða sem enginn íbúi á svæðinu ætti að missa af og gott tækifæri til að bjóða með sér gestum.