Björg Thorarensen var fundarstjóri á fundi Evrópusamtakanna en Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sögu, og Sigurður Líndal lagaprófessor ræddu um fullveldi og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og Færeyinga.
Björg Thorarensen var fundarstjóri á fundi Evrópusamtakanna en Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sögu, og Sigurður Líndal lagaprófessor ræddu um fullveldi og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og Færeyinga. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINHUGUR þjóðarinnar um sjálfstæði er það sem helst skilur að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og fram á 20. öld og þá baráttu sem Færeyingar hafa átt í undanfarnar aldir vegna sjálfstæðis eyjanna.

EINHUGUR þjóðarinnar um sjálfstæði er það sem helst skilur að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og fram á 20. öld og þá baráttu sem Færeyingar hafa átt í undanfarnar aldir vegna sjálfstæðis eyjanna. Þetta kom fram á fundi Evrópusamtakanna sem haldinn var í Lögbergi í Háskóla Íslands í gær undir yfirskriftinni "Samanburður á stöðu Íslands og Færeyja".

Guðmundur Hálfdanarson prófessor í sagnfræði rakti aðdraganda að stofnun fullveldis og að lokum sjálfstæðis Íslendinga. Hann vék að kenningum um í hverju það felst að vera þjóð. Þá sagði Guðmundur að bókmennta- og menningararfur Íslendinga hefði skipt miklu máli þegar kom að því á sínum tíma að færa rök fyrir því að þjóðin skyldi standa á eigin fótum og slíta sambandinu við Dani. Sigurður Líndal lagaprófessor benti á að málið væri flóknara í Færeyjum, en Færeyingar eru ennþá hluti af Danaveldi líkt og Íslendingar voru áður. Sigurður sagði muninn á sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þeirri baráttu sem Færeyingar hafa háð í nokkrar aldir vera þann helstan að í Færeyjum hafi aldrei ríkt samstaða um að sjálfstæði sé æskilegt. Á Íslandi hafi á hinn bóginn ríkt einhugur um sjálfstæði. Þá sagði hann lagalega stöðu Færeyinga aðra en Íslendinga, þar eð dönsk lög gildi í Færeyjum, en þau hafi ekki gilt á Íslandi meðan það var hluti danska konungsveldisins.

Sigurður sagðist ekki sjá að fullveldi Færeyinga væri í augsýn.