* SKÍÐAKONAN Emma Furuvik tók þátt í heimsbikarmóti í stórsvigi í Åre í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún var ein fjölmargra sem komust ekki áfram í aðalkeppnina.

* SKÍÐAKONAN Emma Furuvik tók þátt í heimsbikarmóti í stórsvigi í Åre í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún var ein fjölmargra sem komust ekki áfram í aðalkeppnina.

* MALMÖ FF , lið Ásthildar Helgadóttur , landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, sigraði enska liðið Arsenal, 3:1, í æfingaleik í London í gær. Ásthildur missti af leiknum þar sem hún veiktist eftir fyrsta leik sænska liðsins í Englandsferðinni. Hann var gegn Charlton í fyrrakvöld og endaði 3:3.

* HANNES Þ. Sigurðsson lék allan leikinn með Viking frá Stavanger sem sigraði bandaríska liðið Metrostars , 1:0, í æfingaleik á La Manga á Spáni í gær.

* HELGI Sigurðsson , landsliðsframherji í knattspyrnu, lék hinsvegar ekki með danska liðinu AGF sem vann Wisla Plock frá Póllandi , 2:1, á Kýpur .

*FELIX Magath, þjálfari Stuttgart, framlengdi samning sinn við félagið um tvö ár í gær - hann er samningsbundinn því til sumarsins 2007.

* EMILE Heskey mun ekki leika með Liverpool gegn Levski Sofía á Anfield í kvöld í UEFA-leik liðanna. Hann er meiddur í baki. Salif Diao og Vladimir Smicer eru einnig úr leik vegna meiðsla.

* GERARD Houllier , knattspyrnustjóri Liverpool , segist viss um að hann verði við stjórnvölinn hjá liðinu á næstu leiktíð. Houllier situr undir vaxandi gagnrýni um þessar mundir þar sem árangur Liverpool hefur verið lakari en vonir stóðu til. Houllier segist viss um að Liverpool takist að ná 4. sæti í ensku úrvalsdeildinni og öðlast rétt til þátttöku í Meistaradeild Evrópu næsta vetur.

* BIXENTE Lizarazu verður ekki með Bayern München þegar liðið mætir Real Madrid í síðari viðureign liðanna í Meistaradeildinni í Madrid 10. mars. Frakkinn varð fyrir meiðslum í læri og er reiknað með að hann verði frá æfingum og keppni næstu tvær til þrjár vikurnar.

* MALCOLM Glazer , bandarískur viðskiptajöfur, jók í gær eignarhlut sinn í Manchester United. Glazer keypti milljón hluti í félaginu á 265 pens hvern og á nú 16,69% í United , en átti fyrir viðskiptin í gær 16,31%. Stærstu hluthafar eru sem fyrr Írarnir John Magnier og JP McManus en þeir eiga samtals 28,9%.

* KEVIN Blackwell , þjálfari hjá Leeds, hefur verið orðaður við framkvæmdastjórastólinn hjá Southampton.

* CHRISTOPHE Dugarry, leikmanni Birmingham, hefur verið boðið að samningur hans við félagið verði greiddur upp þannig að hann geti farið strax frá félaginu.