Sigurvegararnir í sveitakeppninni á Bridshátíð ásamt Ingólfi Haraldssyni, hótelstjóra á Hótel Loftleiðum. Talið frá vinstri: Ingólfur, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Þorlákur Jónsson.
Sigurvegararnir í sveitakeppninni á Bridshátíð ásamt Ingólfi Haraldssyni, hótelstjóra á Hótel Loftleiðum. Talið frá vinstri: Ingólfur, Jón Baldursson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Þorlákur Jónsson. — Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Yfir 300 þátttakendur - 22.-23. febrúar.

SVEIT Eyktar sigraði með nokkrum yfirburðum í sveitakeppninni sem spiluð var á Hótel Loftleiðum og lauk í fyrrakvöld. Sveitin hlaut samtals 198 stig eða 19,8 stig í leik sem er glæsilegur árangur. Sveitin vermdi efsta sætið allt mótið og spilaði þar með við allar sterkustu sveitir mótsins.

Sveit Eyktar sem kenndi sig í fyrra við Subaru er skipuð þrautreyndum fírum sem kunna alla klæki bridsíþróttarinnar og gefa aldrei neitt eftir átakalaust. Þeir eru Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Hermannsson og Sigurður Sverrisson.

Íslensku sveitirnar náðu þolanlegum árangri gegn útlendingunum að þessu sinni en sveit SS varð fjórða, Grant Thornton fimmta og Ferðaskrifstofa Vesturlands sjöunda. Mest á óvart kom gestasveitin þ.e. búlgarska liðið sem skipað var yngra og eldra pari sem aldrei skilaði sínu í mótinu en endaði þó í 14. sæti af tæplega 70 sveitum sem tóku þátt í mótinu.

Nokkuð var um pústra í lokaumferðunum og auðséð að einhverjir voru farnir að þreytast eftir langa spilamennsku sem hófst á föstudag með tvímenningi.

Lokastaðan:

Eykt 198

Gunnar Anderson187

Peter Hecht-Johansen181

SS181

Grant Thornton179

Rune Höge178

Ferðaskr. Vesturlands178

Janet de Botton175

Stefán Stefánss.175

Mark Feldman175

Að venju stýrði Stefanía Skarphéðinsdóttir, framkvæmdastjóri Bridssambandsins, mótinu af stakri snilld að venju.

Arnór Ragnarsson