Sir Cliff er ennþá að og gefur reglulega út smáskífur sem enn seljast vel.
Sir Cliff er ennþá að og gefur reglulega út smáskífur sem enn seljast vel. — Reuters
SNYRTIMENNIÐ Sir Cliff Richard hefur selt fleiri smáskífur - litlar plötur - í Bretlandi á ferli sínum en Bítlarnir og Elvis Presley.

SNYRTIMENNIÐ Sir Cliff Richard hefur selt fleiri smáskífur - litlar plötur - í Bretlandi á ferli sínum en Bítlarnir og Elvis Presley. Þetta kemur fram í nýjum sjónvarpsþætti sem heitir "The Ultimate Pop Star" eða "Hin eina sanna poppstjarna" sem sýndur var á bresku stöðinni Channel 4 á mánudag.

Samkvæmt þættinum hefur hinn 63 ára gamli Richard, sem hóf feril sinn fyrir 45 árum síðan, komið næstum því 50 lögum á topp tuttugu og selt rétt tæplega 21 milljón smáskífur. Næstir, samkvæmt þættinum, koma Bítlarnir með 20.799.632 smáskífur sem er um 170 þúsund færri en Cliff hefur selt. Presley er svo þriðji söluhæsti smáskífulistamaðurinn með 19.294.118 eintök seld.

Í þættinum var farið yfir sölu á litlum plötum í Bretlandi síðustu 50 árin.

Næstir á eftir komu Madonna, Elton John, Michael Jackson, Queen, ABBA, Paul McCartney og David Bowie í þessari röð í sætum 4.-10.