NÆR 14% hlutafjár í Íslandsbanka hafa skipt um hendur í tvennum stórum viðskiptum upp á samtals 12,5 milljarða króna.

NÆR 14% hlutafjár í Íslandsbanka hafa skipt um hendur í tvennum stórum viðskiptum upp á samtals 12,5 milljarða króna.

Annars vegar er um að ræða 8,8% hlut sem félag í eigu Helga Magnússonar keypti fyrir 7,8 milljarða króna af Landsbanka Íslands og Landsbankanum í Lúxemborg, fyrir hönd viðskiptavinar. Á Landsbankinn nú engan hlut í Íslandsbanka.

Hins vegar er um að ræða 5,17% hlut sem félag í eigu Orra Vigfússonar keypti af Burðarási fyrir tæplega 4,7 milljarða króna. Burðarás á nú engan hlut í Íslandsbanka.

Kaupverð hvers hlutar í þessum viðskiptum var um 8,5 krónur en lokaverð bréfanna í Kauphöll Íslands er 7,6 krónur á hlut.