PILTUR um tvítugt, sem staðinn var að verki í Verslunarskóla Íslands í fyrradag við það að reyna að stela myndvarpa, var handtekinn í gær. Húsvörður í skólanum stóð hann að verki og við það réðst pilturinn á manninn.

PILTUR um tvítugt, sem staðinn var að verki í Verslunarskóla Íslands í fyrradag við það að reyna að stela myndvarpa, var handtekinn í gær. Húsvörður í skólanum stóð hann að verki og við það réðst pilturinn á manninn. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en pilturinn, sem er innan við tvítugt að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns, komst undan án myndvarpans. Hann var svo handtekinn eftir hádegið í gær og hefur játað brot sín.

Í fyrrinótt var bortist inn í Laugalækjarskóla og þremur tölvum stolið. Ein þeirra fannst strax fyrir utan skólann og hinar tvær í gærdag. Hörður segir búið að skila tölvunum en enginn hafi verið handtekinn.

Síðastliðna helgi var farið inn í Borgarholtsskóla í Grafarvogi og tölvu stolið.

Hörður segir búið að finna þann sem þar var að verki og tölvuna. Málið sé því upplýst.