Georg Kristinsson við nýjan jeppa björgunarsveitarinnar í Ólafsfirði, Nissan Patrol á 44 tommu dekkjum.
Georg Kristinsson við nýjan jeppa björgunarsveitarinnar í Ólafsfirði, Nissan Patrol á 44 tommu dekkjum. — Morgunblaðið/Helgi Jónsson
BJÖRGUNARSVEITIN Tindur í Ólafsfirði fékk nýverið nýjan bíl í flota sinn, en fyrir á sveitin öflugan jeppa. Það kom hins vegar berlega í ljós í snjóðflóðunum í janúar að sá bíll hefur annmarka og í raun nauðsyn við slíkar aðstæður að eiga tvo bíla.

BJÖRGUNARSVEITIN Tindur í Ólafsfirði fékk nýverið nýjan bíl í flota sinn, en fyrir á sveitin öflugan jeppa. Það kom hins vegar berlega í ljós í snjóðflóðunum í janúar að sá bíll hefur annmarka og í raun nauðsyn við slíkar aðstæður að eiga tvo bíla.

Nýi bíllinn er af gerðinni Nissan Patrol, það er dísilbíll, upphækkaður og er á 44 tommu dekkjum. Hann er 11 ára gamall en að sögn Georgs Kristinssonar, formanns björgunarsveitarinnar, er bíllinn feykiöflugur og búinn flestum ef ekki öllum þeim græjum sem svona bílar þurfa á að halda.

Björgunarsveitin hyggst leita til bæjarbúa sem vilja styrkja sveitina til að borga bílinn. "Við munum á næstunni senda dreifibréf til bæjarbúa þar sem við biðjum þá sem eru aflögu færir að styrkja okkur. Svona bíll kostar auðvitað peninga og félag eins og björgunarsveit á aldrei of mikið af þeim.

Reksturinn kostar mikla peninga, en við vitum af reynslunni að starfsemi sveitanna er lífsnauðsyn hverju sveitarfélagi."

Ólafsfirði. Morgunblaðið.