FÉLAG lögfræðinga á Vestfjörðum hefur áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til Héraðsdóms Vestfjarða og segir að hann muni auka álag á dómara og koma til með að tefja afgreiðslu mála, en ný mál við dómstólinn hafi aldrei verið fleiri en á nýliðnu ári.

FÉLAG lögfræðinga á Vestfjörðum hefur áhyggjur af niðurskurði fjárveitinga til Héraðsdóms Vestfjarða og segir að hann muni auka álag á dómara og koma til með að tefja afgreiðslu mála, en ný mál við dómstólinn hafi aldrei verið fleiri en á nýliðnu ári.

Í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi segja vestfirskir lögmenn að vegna niðurskurðarins verði að leggja niður stöðu aðstoðarmanns héraðsdómara eða starf annars af tveimur löglærðum starfsmönnum dómsins.

Í bréfi sem félagið sendi til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra skora lögmenn á Vestfjörðum á stjórnvöld að beita sér fyrir nægjanlegum fjárveitingum til að tryggja trausta og greiða meðferð mála við dóminn.

Fleiri hafa lýst áhyggjum af fjárhag héraðsdómstólanna.