SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins hvernig brugðist verði við því ef sveitarfélög verði ekki búin að ganga frá frárennslismálum fyrir árslok 2005. Ákvarðanir liggi ekki fyrir en m.a.

SIV Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir að það sé til skoðunar innan umhverfisráðuneytisins hvernig brugðist verði við því ef sveitarfélög verði ekki búin að ganga frá frárennslismálum fyrir árslok 2005. Ákvarðanir liggi ekki fyrir en m.a. sé verið að skoða hvort breyta þurfi lögum.

Spurð hvort gripið verði til fésekta eða annarra viðurlaga segist Siv ekki eiga von á að það verði gert. Ráðuneytið sýni því ákveðinn skilning að sveitarfélögunum hafi ekki tekist að ljúka þessum kostnaðarsömu framkvæmdum.