FÉLAG einstæðra foreldra hyggst kaupa tíu íbúðir til útleigu fyrir félagsmenn sína á þessu ári og áætlar að kaupa 7-8 á því næsta. Félagið fékk 100 milljónir króna í lán frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna kaupin.

FÉLAG einstæðra foreldra hyggst kaupa tíu íbúðir til útleigu fyrir félagsmenn sína á þessu ári og áætlar að kaupa 7-8 á því næsta. Félagið fékk 100 milljónir króna í lán frá Íbúðalánasjóði til að fjármagna kaupin. Að auki seldi félagið hús sem það átti á Öldugötu og hefur hýst íbúðir fyrir einstæða foreldra.

Stofnað hefur verið sérstakt eignarhaldsfélag undir nafninu Leiguíbúðir Félags einstæðra foreldra til að standa að baki kaupunum. Að sögn Ingimundar Sveins Péturssonar, formanns Félags einstæðra foreldra, eru íbúðakaupin liður í átaki um fjölgun leiguíbúða sem félagsmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti standa að. Félagið á fyrir hús á Skeljanesi með um tug íbúða sem leigðar eru félagsmönnum. Ingimundur segir þörf fyrir leiguhúsnæði af þessu tagi mikla, alls séu 40 félagsmenn á biðlista eftir húsnæði.

Skrifað var undir kaupsamninga að fyrstu íbúðinni af tíu sem keyptar verða á árinu 2004.