Guy Pierce þegar hann lék Mike Young í Nágrönnum.
Guy Pierce þegar hann lék Mike Young í Nágrönnum.
ÞIÐ sem vissuð það ekki þá eru áströlsku Nágrannarnir ennþá í fullum gangi á Stöð 2 og hafa verið sýndir þar nær sleitulaust í á annan áratug eða síðan á 9. áratug síðustu aldar.
ÞIÐ sem vissuð það ekki þá eru áströlsku Nágrannarnir ennþá í fullum gangi á Stöð 2 og hafa verið sýndir þar nær sleitulaust í á annan áratug eða síðan á 9. áratug síðustu aldar. Þættirnir hafa verið framleiddir síðan 1985 og áttu sitt blómaskeið í kringum 1988 þegar stjörnur þáttarins þau Kylie Minogue og Jason Donovan urðu skyndilega heitasta par í heimi. En svo lækkaði risið og áhorfendum fækkaði en samt aldrei svo mikið að hætta þyrfti framleiðslunni. Enn er því líf í Ramsay-götu, eftir heil 18 ár og 120 milljónir áhorfenda í 57 löndum fylgjast á hverjum degi með því sem hendir Harold karlinn Bishop og félaga. Alls eru þættirnir orðnir fleiri en fjögur þúsund talsins og hafa í gegnum tíðina getið af sér stjörnur á borð við áðurnefnd Kylie og Jason, Guy Pierce, Natalie Imbruglia og nú síðasta Holly Vallance, sem sýnir að ennþá eru stjörnur að fæðast í Ramsay-götu.
Nágrannar eru á Stöð 2 alla virka daga kl. 17.40 og vikuskammturinn svo endursýndur í hádeginu á sunnudögum.