HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sektað tvo atvinnurekendur og verkstjóra um 750.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sektað tvo atvinnurekendur og verkstjóra um 750.000 krónur fyrir að vanrækja að setja upp handrið, hné- og fótlista á röraverkpalla á byggingarstað á Naustabryggju en í febrúar í fyrra féll starfsmaður þar af efsta verkpallinum og beið bana.

Fram kemur í niðurstöðum dómsins að starfsmenn Vinnueftirlits ríkisins höfðu komið þrisvar sinnum á byggingarstaðinn áður en slysið varð og gert athugasemdir við fallvarnir á vinnupöllunum. Þeim var ekki sinnt.

Vanræksla atvinnu- rekenda olli slysinu

Mennirnir voru sakfelldir fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum og reglum um verkpalla með því að hafa vanrækt að stuðla sameiginlega að því að tryggja örugg starfsskilyrði fyrir starfsmenn. Þannig hafi þeir ekki séð til þess að verkpallar sem unnið var á væru búnir fullnægjandi fallvörnum, handriði með handlista, hnélista og fótlista. Í ákæru segir að það hafi orðið til þess að starfsmaðurinn hafi fallið af handriðslausum verkpalli og beðið bana.

Auk sektar til ríkissjóðs voru mennirnir dæmdir til að borga samtals 390.000 í málsvarnarlaun en dóminn kvað upp Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari.