Gísli Rafn Ólafsson frá svæðisstjórn og Eva Magnúsdóttir Símanum.
Gísli Rafn Ólafsson frá svæðisstjórn og Eva Magnúsdóttir Símanum.
NÝLEGA afhenti Síminn svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu tvo GPRS-farsíma að gjöf.
NÝLEGA afhenti Síminn svæðisstjórn björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu tvo GPRS-farsíma að gjöf. Símarnir munu nýtast svæðisstjórninni til að tengjast frá vettvangi björgunar- og leitarstarfa í stjórnstöð aðgerða í Skógarhlíð. GPRS-farsímar gera svæðisstjórninni mögulegt að tengjast þar sem farsímasamband er inn á Internetið og með því geta stjórnendur á vettvangi haft aðgang að tölvukerfum svæðisstjórnar þar sem upplýsingar um hvaða björgunarsveitir eru að störfum og hvar þær eru staðsettar erufærðar inn, segir í fréttatilkynningu.