Saga örnefna ÉG las, eða heyrði í útvarpi, að einhverjir aðilar teldu ekki vanþörf á að rita sögu örnefna fyrir Vestmannaeyjar. Vegna þess langar mig til að upplýsa þessa aðila að út kom bók sem heitir Örnefni í Vestmannaeyjum, rituð af dr.

Saga örnefna

ÉG las, eða heyrði í útvarpi, að einhverjir aðilar teldu ekki vanþörf á að rita sögu örnefna fyrir Vestmannaeyjar.

Vegna þess langar mig til að upplýsa þessa aðila að út kom bók sem heitir Örnefni í Vestmannaeyjum, rituð af dr. Þorkeli Jóhannessyni. Þessi örnefnaskrá kom út 1938 og er þetta mikil og merkileg bók sem tók höfundinn mörg ár að rita.

Þessa bók hefur verið erfitt að fá en hún fæst stöku sinnum í fornbókaverslunum.

Á.H.

Fyrirspurn

SÍÐAN hætt var að selja kindaskrokka á Kirkjusandi veit ég ekki hvert ég á að fara og hvar hægt er að fá heila og hálfa skrokka, niðursagaða eftir óskum. Þeir sem gætu liðsinnt mér hafi samband í síma 5688165.

Fólk ætti að hugsa sig um

MIKIÐ vildi ég að fólk hugsaði sig um áður en það fer að skrifa í blöðin og agnúast eða setja út á framkomu fólks eins og gert er við stúlkurnar í Ísland í bítið og Ísland í dag.

Allt þetta fólk sem ég hef séð á skjánum á Stöð 2 er hvað öðru frambærilegra. Mörg þeirra koma frá RÚV sem eru góð meðmæli, bara að hafa verið þar er eins og háskólapróf í mínum huga.

Áhorfandi.

Hættið að agnúast út í blaðberana

VIÐ búum í Andrésarbrunni við Þórðarsveig í Grafarholti og erum með frábæran blaðbera, konu. Það hefur aldrei vantað blað í póstkassana og blaðið er komið yfirleitt um kl. 2 að nóttu.

Kærar þakkir til blaðbera Fréttablaðsins.

Þórdís Helga og Sólveig.

Gölluð auglýsing

Á bls. 21 í Morgunblaðinu sl. föstudag var heilsíðuauglýsing um Vetrarhátíð í Reykjavík. Þessi auglýsing var mjög gölluð. Hún var prentuð í dökkum fjólubláum lit í grunninn sem gerði það að verkum að ekki er hægt að lesa textann með góðu móti. Vil ég benda þeim sem hönnuðu þessa auglýsingu á þetta.

Sverrir.

Kettlingur fæst gefins

12 vikna kettlingur, læða, fæst gefins. Hann er kassavanur og yndislega fallegur, brúnn, svartur og hvítur. Upplýsingar í síma 5873356.

Fresskettir fást gefins

FJÓRIR fresskettir (1 árs bræður) fást gefins vegna sérstakra ástæðna. Þrír eru kolsvartir og einn gulbröndóttur. Þeir eru allir blíðir og góðir. Upplýsingar í síma 5525859 eða 8471064.