Besta leiðin í fjórum hjörtum suðurs fór framhjá mörgum keppendum Flugleiðamótsins, en spilið er frá fjórðu umferð á sunnudaginn: Norður &spade;962 &heart;D43 ⋄K62 &klubs;DG93 Suður &spade;ÁKG5 &heart;ÁK982 ⋄1093 &klubs;10 Sagnir voru almennt á...

Besta leiðin í fjórum hjörtum suðurs fór framhjá mörgum keppendum Flugleiðamótsins, en spilið er frá fjórðu umferð á sunnudaginn:

Norður
962
D43
K62
DG93

Suður
ÁKG5
ÁK982
1093
10

Sagnir voru almennt á einföldum nótum: Suður vakti á einu hjarta, norður hækkaði í tvö og suður stökk í fjögur. Spaði var algengt útspil (fjarkinn, þriðja hæsta) upp á drottningu austurs og ás suðurs. Hvernig er best að spila?

Lykilatriðið er að sætta sig við þá forsendu að tígulásinn verði að liggja í vestur og reyna svo að tryggja það að vörnin fái ekki slag á spaða. Sigurbjörn Haraldsson spilaði nákvæmt. Hann lagði niður ÁK í hjarta (báðir með) og spilaði svo lauftíunni að heiman. Miðað við útspilið er líklegt að laufháspilin séu skipt eða bæði í austur.

Norður
962
D43
K62
DG93

Vestur Austur
10842 D7
106 G75
ÁD5 G874
K872 Á654

Suður
ÁKG5
ÁK982
1093
10

Austur tók á ásinn og spilaði spaða. Sigurbjörn drap, fór inn í borð á hjartadrottningu, spilaði laufi og henti tígli heima. Vestur fékk slaginn á laufkóng og annan á tígulás, en síðan ekki söguna meir. Einn spaði suður fór niður í frílauf.