Saparmurat Niyazov
Saparmurat Niyazov
FORSETI Túrkmenistans, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út tilskipun sem bannar ungum, túrkmenskum karlmönnum að safna skeggi eða vera með sítt hár, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC , í gær.

FORSETI Túrkmenistans, Saparmurat Niyazov, hefur gefið út tilskipun sem bannar ungum, túrkmenskum karlmönnum að safna skeggi eða vera með sítt hár, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær.

Forsetinn tilkynnti þetta í sjónvarpi og sagði að menntamálaráðuneytið ætti að sjá um að fylgjast með hári landsmanna þar sem þörfin á slíku eftirliti væri brýnust meðal unga fólksins. Hökutoppsskegg hefur verið í tísku í höfuðborginni, Ashgabat.

Niyazov tilgreindi enga ástæðu fyrir banninu - en það er ekki óvenjulegt þegar hann á í hlut. Hann hefur verið einráður í landinu frá því að Sovétríkin leystust upp og hefur meðal annars bannað fólki að hlusta á útvarp í bílum og reykja á götunum. Þá hafa óperur og ballettsýningar verið bannaðar þar sem forsetinn telur þær óþarfar, að sögn BBC.