HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Litháanum Tomas Malakauskas, einum mannanna þriggja sem hnepptir voru í varðhald vegna líkfundarins í Neskaupstað.

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Litháanum Tomas Malakauskas, einum mannanna þriggja sem hnepptir voru í varðhald vegna líkfundarins í Neskaupstað.

Mennirnir voru handteknir um síðustu helgi í tengslum við rannsóknina á líkfundinum og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Malakauskas kærði þann úrskurð til Hæstaréttar en þeir Grétar Sigurðsson og Jónas Ingi Ragnarsson undu úrskurðinum. Þeir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. mars.