Frá afhendingu gjafarinnar. F.v.: Páll Guðmundsson frá golfklúbbnum Vestarr, Ólöf Hildur Jónsdóttir, skrifstofustjóri Landsbankans í Grundarfirði, og Anna Bergsdóttir, skólastjóri Grunnskólans. Fyrir framan þau halda á kylfum tilvonandi kylfingar, Samúel P
Frá afhendingu gjafarinnar. F.v.: Páll Guðmundsson frá golfklúbbnum Vestarr, Ólöf Hildur Jónsdóttir, skrifstofustjóri Landsbankans í Grundarfirði, og Anna Bergsdóttir, skólastjóri Grunnskólans. Fyrir framan þau halda á kylfum tilvonandi kylfingar, Samúel P — Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því Landsbankinn og undanfari hans Samvinnubankinn stofnuðu útibú í Grundarfirði var viðskiptavinum boðið í kaffi og marsipantertu sl. föstudag.

Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá því Landsbankinn og undanfari hans Samvinnubankinn stofnuðu útibú í Grundarfirði var viðskiptavinum boðið í kaffi og marsipantertu sl. föstudag. Í tilefni þessara tímamóta færði afmælisbarnið grunnskólanum og Golfklúbbnum Vestari sameiginlega barna- og unglingagolfsett til eflingar golfíþróttinni. Gjöfinni fylgja kennslubæklingur og kennslumyndband ásamt búnaði til æfinga úti sem inni. Sú bankastarfsemi sem verið var að minnast þennan dag hófst með umboðsskrifstofu sem starfrækt var í Kaupfélagi Grundarfjarðar árið 1964 en þá var kaupfélagsstjóri Húnbogi Þorsteinsson. Það var síðan árið 1967 sem Samvinnubanki Íslands opnaði útibú á Grundargötu 25 þar sem fyrsti útibússtjórinn var Jónas Gestsson. Hinn 13. maí árið 1991 sameinaðist útibú Samvinnubankans Landsbanka Íslands og þá um haustið fluttist starfsemin að Grundargötu 38 þar sem það er enn í dag.

Grundarfirði. Morgunblaðið.