Hinn mexíkanski Gael García Bernal úr Amores perros og Y tu mamá también leikur í nýju Almodovar-myndinni.
Hinn mexíkanski Gael García Bernal úr Amores perros og Y tu mamá también leikur í nýju Almodovar-myndinni.
NÝ kvikmynd eftir spænska verðlaunaleikstjórann Pedro Almodovar verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Þar með verður La Mala Educacion , eða Léleg menntun , fyrsta spænska kvikmyndin sem opnar hátíðina sem er sú virtasta í heiminum.

NÝ kvikmynd eftir spænska verðlaunaleikstjórann Pedro Almodovar verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár.

Þar með verður La Mala Educacion, eða Léleg menntun, fyrsta spænska kvikmyndin sem opnar hátíðina sem er sú virtasta í heiminum.

Almodovar segir að þessi mikli heiður að fá að opna hátíðina kalli fram "ungæðislegar kenndir hjá sér".

Hann fékk leikstjóraverðlaun í Cannes fyrir Allt um móður mína 1999.

Framleiðsla Lélegrar menntunar er nú á lokastigi en hún segir frá sambandi tveggja pilta og prests við kaþólskan skóla á Spáni á 7. áratugnum og endurfundi þeirra áratugi síðar.

Ekki er komið á hreint hvort myndin verði í aðalkeppninni eftirsóttu á 57. kvikmyndahátíðinni í Cannes sem hefst 12. maí næstkomandi en nýlega var sagt frá að Quentin Tarantino verði formaður dómnefndar í keppninni.