SAUTJÁN stjórnendur Flugleiða, þar með talið forstjóri félagsins, hafa gert samning við stærsta hluthafann, Oddaflug, um að kaupa af honum 6,3% hlut í félaginu. Fyrir eiga stjórnendurnir 3,6% í félaginu og eftir kaupin verður hlutur þeirra tæplega 10%.

SAUTJÁN stjórnendur Flugleiða, þar með talið forstjóri félagsins, hafa gert samning við stærsta hluthafann, Oddaflug, um að kaupa af honum 6,3% hlut í félaginu. Fyrir eiga stjórnendurnir 3,6% í félaginu og eftir kaupin verður hlutur þeirra tæplega 10%. Hlutur Oddaflugs minnkar að sama skapi og fer úr 38,5% í 32,2%.

Flugleiðir birtu ársuppgjör sitt í gær og þar kom fram að hagnaður af rekstri félagsins dróst saman um 57% milli ára og nam rúmum 1,1 milljarði króna í fyrra. Fyrir skatta og söluhagnað er þetta þó næstbesta afkoma félagsins frá upphafi, árið 2002 er eina árið sem afkoman var betri á þennan mælikvarða.

Tekjur Flugleiða námu 37,6 milljörðum króna og minnkuðu um 4% milli ára. Samdrátturinn skýrist af því að tekjur af flutningum, einkum farþegaflugi, minnkuðu um 15%.

Stjórn fyrirtækisins leggur til að 640 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa.