Eminem lætur engan vaða yfir sig - hvorki brúður né tölvunörda.
Eminem lætur engan vaða yfir sig - hvorki brúður né tölvunörda. — Reuters
EMINEM hefur höfðað mál á hendur Apple-tölvurisanum fyrir að nota eitt af lögum sínum í auglýsingar í leyfisleysi.

EMINEM hefur höfðað mál á hendur Apple-tölvurisanum fyrir að nota eitt af lögum sínum í auglýsingar í leyfisleysi. Eminem varð æfur er hann komst að því að Apple væri að nota bút úr "Lose Yourself" í auglýsingu fyrir nettónlistarútgáfu sína iTunes. Í lögsókninni segir að rapparinn hafi aldrei leyft notkun á tónlist sinni í auglýsingaskyni fyrir aðrar vörur og ef hann myndi gera það þá þyrfti að borga fyrir það a.m.k. 10 milljónir dala eða sem nemur 680 milljónum króna.

Sjálfur var Eminem lögsóttur um árið fyrir að hafa notað lagabút úr óþekktu lagi án þess að geta höfundar.