SUNDERLAND komst í gærkvöld í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra úrvalsdeildarlið Birmingham, 2:0, á útivelli. Bæði mörkin voru skoruð í framlengingu og varamaðurinn Tommy Smith var á ferðinni í bæði skiptin.
SUNDERLAND komst í gærkvöld í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra úrvalsdeildarlið Birmingham, 2:0, á útivelli. Bæði mörkin voru skoruð í framlengingu og varamaðurinn Tommy Smith var á ferðinni í bæði skiptin. Með þessum úrslitum er ljóst að tvö lið utan úrvalsdeildar komast í undanúrslit keppninnar því Sunderland mætir öðru liði úr 1. deild, Sheffield United, í átta liða úrslitunum og Millwall mætir Tranmere. Um leið varð Paul Peschisolido, sóknarmanni Sheffield United, að ósk sinni því hann vildi helst forðast að mæta Birmingham þar sem eiginkona hans, Karen Brady, er þar í áberandi starfi sem framkvæmdastjóri.