HJÁ Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verður boðið upp á námskeið um óperuna Brúðkaup Fígarós í samstarfi við Vinafélag Íslensku óperunnar. Námskeiðið hefst 3. mars og er aðgöngumiði á óperuna hluti af námskeiðinu.

HJÁ Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands verður boðið upp á námskeið um óperuna Brúðkaup Fígarós í samstarfi við Vinafélag Íslensku óperunnar. Námskeiðið hefst 3. mars og er aðgöngumiði á óperuna hluti af námskeiðinu.

Óperan Brúðkaup Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) er stærsta verkefni Íslensku óperunnar á vormisseri 2004. Hljómsveitarstjóri í uppfærslu Íslensku óperunnar er Cristopher Fifield og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason. Með helstu hlutverk fara Bergþór Pálsson, Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Davíð Ólafsson, Sigríður Aðalsteinsdóttir og Snorri Wium. Aðgöngumiði að sýningu í Óperunni er innifalinn í námskeiðsgjaldinu.

Kennari er Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður.