ACO Tæknival hefur verið dæmt til að greiða Bjarna Þorvarði Ákasyni, fyrrum framkvæmdastjóra Aco, 28 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 28. mars 2003.

ACO Tæknival hefur verið dæmt til að greiða Bjarna Þorvarði Ákasyni, fyrrum framkvæmdastjóra Aco, 28 milljónir króna með dráttarvöxtum frá 28. mars 2003.

Forsaga málsins er sú að í apríl 2000 ákvað Aco að kaupa tækja- og fagtækjadeild Japis en yfirteknar viðskiptaskuldir reyndust, öfugt við ákvæði samninga, vera gjaldfallnar, þ.á m. 170 milljóna skuld við Sony Danmark, og var talið nauðsynlegt að greiða skuldina þar sem fyrirtækið var aðalbirgir Japis og gekkst Bjarni í ábyrgð með bréfum sínum í Aco fyrir láni í Búnaðarbankanum vegna greiðslu skuldarinnar.

Í kröfu Bjarna kemur fram að hann hafi ítrekað leitað eftir því að skuld Aco við Búnaðarbankann, og síðar Aco Tæknivals eftir sameiningu félaganna, yrði greidd og hann leystur undan ábyrgðinni og honum greidd þóknun vegna veðsetningarinnar í samræmi við tjón hans við gengisfellingu bréfa hans í félaginu eða 2% af lánsfjárhæðinni á mánuði.

Féllst ekki á kröfu um greiðslu dráttarvaxta

Bjarni krafðist greiðslu dráttarvaxta frá 18. október 2000 en á það féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki enda verði ekki séð af gögnum málsins að Bjarni hafi fylgt eftir kröfubréfi vegna málsins sem hann sendi haustið 2001.

Fyrirtækið Aco var á sínum tíma sameinað Tæknivali, en sameinað fyrirtæki var síðar selt og á Bjarni ekki lengur í félaginu.

Dóminn kvað upp Arngrímur Ísberg héraðsdómari.