Hröpuðu | Tveir starfsmenn Rarik hröpuðu í fyrradag til jarðar þegar festing á körfu sem þeir unnu í gaf sig.

Hröpuðu | Tveir starfsmenn Rarik hröpuðu í fyrradag til jarðar þegar festing á körfu sem þeir unnu í gaf sig.

Guðlaugur Valtýsson hjá Rarik á Egilsstöðum segir mennina hafa verið að fara upp í rafmagnslínu í Reyðarfirði þegar karfan sem þeir voru í bilaði. Hröpuðu þeir til jarðar, um fimm metra fall.

Mennirnir sluppu furðu vel, að sögn Guðlaugs, eru hvergi brotnir en illa marðir og skrámaðir. Mennirnir héldu áfram vinnu að hluta til, en fóru svo á heilsugæslustöð í myndatöku og frekari athugun. "Það er í rannsókn núna hvað bilaði, enda eru slys sem þessi mjög fátíð hjá okkur," segir Guðlaugur.