Læknisþjónusta | Í fréttum mbl.is af vinnuslysi við Kárahnjúkavirkjun 19. febrúar, þegar starfsmaður í göngum rifbeinsbrotnaði og marðist í grjóthruni, var frá því greint að hvorki væri læknir né hjúkrunarfólk tiltækt á virkjunarsvæðinu.

Læknisþjónusta | Í fréttum mbl.is af vinnuslysi við Kárahnjúkavirkjun 19. febrúar, þegar starfsmaður í göngum rifbeinsbrotnaði og marðist í grjóthruni, var frá því greint að hvorki væri læknir né hjúkrunarfólk tiltækt á virkjunarsvæðinu. Var þetta haft eftir Sveini Jónssyni, verkfræðingi og umsjónarmanni Landsvirkjunar á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá Ómari Valdimarssyni, talsmanni Impregilo S.p.A., starfa þrír læknar á virkjunarsvæðinu að staðaldri. Þar af einn íslenskur læknir frá Heilbrigðisstofnun Austurlands og er misjafnt hver sá aðili er hverju sinni. Ítalskur læknir, Barbara Di Candia, starfar einnig á svæðinu, sem og rússneski læknirinn Vladimir Stanovko sem vinnur sem fyrstuhjálparsérfræðingur, þar sem hann hefur ekki tilskilið lækningaleyfi á EES-svæðinu. Einnig eru hjúkrunarfræðingar á virkjunarsvæðinu, bæði á aðalsvæðinu og við göng. Er þetta samkvæmt samkomulagi við Heilbrigðisstofnun Austurlands frá því í fyrra.