Þorlákshöfn | Mikið verður um að vera í Þorlákshöfn um næstu helgi. Á föstudag verður grunnskólinn með menntaráðstefnu þar sem margir góðir fyrirlestrar verða.
Þorlákshöfn | Mikið verður um að vera í Þorlákshöfn um næstu helgi. Á föstudag verður grunnskólinn með menntaráðstefnu þar sem margir góðir fyrirlestrar verða. Þema ráðstefnunnar verður samskipti heimila og skóla - hvaða þýðingu hefur hvatning að heiman og úr skólanum fyrir námsárangur nemenda? Ráðstefnan verður í Ráðhúsi Ölfuss og hefst hún kl. 14 og er öllum opin endurgjaldslaust. Á laugardagsmorgun hefst svo íbúaþing undir kjörorðinu Ölfus innan seilingar, raddir íbúanna. Íbúaþingið er skipulagt og stýrt af ráðgjafafyrirtækinu Alta. "Með íbúaþingi gefst fólki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri um hvernig sveitarfélag við viljum skapa í Ölfusinu í framtíðinni. Þátttaka í íbúaþingi skapar tækifæri til að hafa áhrif á framtíðarskipulag sveitarfélagsins og leggur grunn fyrir bæjaryfirvöld að byggja á," segir Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri í ávarpi til bæjarbúa.