Steingrímur Sigfússon orti um í þingveislu að Halldór Blöndal vildi friða endur: Honum drottinn gáfur gaf, góðan munn og styrk til handanna. Halldór Blöndal héðan af mun heita faðir andanna.

Steingrímur Sigfússon orti um í þingveislu að Halldór Blöndal vildi friða endur:

Honum drottinn gáfur gaf,

góðan munn og styrk til

handanna.

Halldór Blöndal héðan af

mun heita faðir andanna.

Halldór Blöndal svaraði með hringhendu:

Áður hraður hann upp sté

heiðursmaðurinn snjalli,

að mér glaður gjörir spé

Gunnarsstaða skalli.

Steingrímur svaraði auðvitað með hringhendu:

Vísur hraðar Halldór má

í hauga raða meður galla

er gæfan baðar geislum þá

minn Gunnarsstaðaskalla.

Steingrímur hafði ort um hallann á höfði Halldórs, sem lagði út af því í afhendingu:

Eftir drykklanga stund minn Drottinn læt ég dóm minn falla:

Betra' er að hafa halla en skalla.

pebl@mbl.is