Skinney-Þinganes hefur gefið öllu starfsfólki sínu svonefnda Heilsudagbók ásamt viku í líkamsrækt í Sporthöllinni á Höfn í Hornafirði, skv. frétt á vefnum horn.is.
Skinney-Þinganes hefur gefið öllu starfsfólki sínu svonefnda Heilsudagbók ásamt viku í líkamsrækt í Sporthöllinni á Höfn í Hornafirði, skv. frétt á vefnum horn.is. Bæði ku tekið á ræktun líkama og sálar og lögð áhersla á að fólk finni leið sem hentar hverjum og einum. "Bókin á að vera fólki hjálpartæki til að breyta um lífsstíl. Á síðasta ári var farið að bjóða starfsmönnum upp á vinnustaðanudd. Starfsfólkið fer tvisvar í mánuði til Lilju Hrundar Harðardóttur nuddmeistara og er áhersla lögð á að draga úr þreytuverkjum vegna vinnuálags." Á heimasíðu fyrirtækisins segir að þetta hafi gefið góða raun.