Varðskipið Týr kemur með Mánafoss í togi til Akureyrar seinnipartinn í gær.
Varðskipið Týr kemur með Mánafoss í togi til Akureyrar seinnipartinn í gær. — Morgunblaðið/Kristján
VARÐSKIPIÐ Týr kom með Mánafoss, flutningaskip Eimskipafélagsins, í togi til Akureyrar seinni partinn í gær, en skipið verður tekið til viðgerðar í Slippstöðinni í dag. Mánafoss tók niðri við brottför frá Vestmannaeyjum í síðustu viku og urðu m.a.

VARÐSKIPIÐ Týr kom með Mánafoss, flutningaskip Eimskipafélagsins, í togi til Akureyrar seinni partinn í gær, en skipið verður tekið til viðgerðar í Slippstöðinni í dag.

Mánafoss tók niðri við brottför frá Vestmannaeyjum í síðustu viku og urðu m.a. skemndir á skrúfu skipsins og stýri. Botnskemmdir eru ekki ljósar en frekari skoðun á skemmdum fer fram eftir að skipið hefur verið tekið á þurrt í flotkvínni.