Málþing um Gásir | Málþing um miðaldaverslunarstaðinn Gásir við Eyjafjörð verður haldið í Háskólanum á Akureyri á laugardag, 28. febrúar.
Málþing um Gásir | Málþing um miðaldaverslunarstaðinn Gásir við Eyjafjörð verður haldið í Háskólanum á Akureyri á laugardag, 28. febrúar.

Gásir við Eyjafjörð voru helsti verslunarstaður á Norðurlandi á miðöldum og eru hvergi á Íslandi varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá miðaldaverslunarstað. Frá árinu 2001 hefur farið fram fornleifarannsókn að Gásum. Markmiðið með henni er m.a. að varpa ljósi á hvenær verslun hófst á Gásum, hvers eðlis hún var og af hverju verslun á staðnum lagðist skyndilega af. Á málþinginu verða flutt ýmis erindi af íslenskum og erlendum fræðimönnum. Í lok þingsins verður farið í skoðunarferð að Gásum.

Ókeypis er bæði á málþingið og í skoðunarferðina. Að málþinginu standa Minjasafnið á Akureyri og Fornleifastofnun Norðurlands.