— Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Stíflan | Nú eru komnir ríflega þrjú hundruð þúsund rúmmetrar af fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu. Þar af fóru tíu þúsund rúmmetrar af efni í stífluna í síðustu viku.

Stíflan | Nú eru komnir ríflega þrjú hundruð þúsund rúmmetrar af fyllingarefni í Kárahnjúkastíflu. Þar af fóru tíu þúsund rúmmetrar af efni í stífluna í síðustu viku. Alls verða um 8,5 milljónir rúmmetra af efni í stíflufyllingu Kárahnjúkastíflu í Hafrahvammagljúfrum.

Þá er unnið að því hörðum höndum að setja saman risaborinn sem kom til landsins fyrir jól. Reiknað er með að hann verði fullsamsettur og tilbúinn til notkunar um miðjan mars.