ÖKUMENN í Helsinki, höfuðborg Finnlands, geta framvegis gleymt öllu um þriðja, fjórða og fimmta gírinn á bílum sínum þegar þeir eru innan borgarmarkanna. Hér eftir mega þeir aðeins aka þar á 30 km hraða.

ÖKUMENN í Helsinki, höfuðborg Finnlands, geta framvegis gleymt öllu um þriðja, fjórða og fimmta gírinn á bílum sínum þegar þeir eru innan borgarmarkanna. Hér eftir mega þeir aðeins aka þar á 30 km hraða.

Í borgarstjórninni hefur verið mikil umræða um þetta mál í langan tíma og nú hefur verið ákveðið að lækka hámarkshraðann úr 50 km í 30 km á klukkustund. Sagði frá því í dagblaðinu Helsingin Sanomat í gær. Gildir það einnig um mörg íbúðahverfi utan borgarmarkanna.

Eina undantekningin er sú að á meginumferðaræðum borgarinnar má aka á 40 km hraða.