Kanadareyðurin (Salvelinus namaycush) er skæður fiskur.
Kanadareyðurin (Salvelinus namaycush) er skæður fiskur.
RÁNFISKUR, sem Norðmenn kalla Kanadareyði eða Kanadableikju, er farinn að ógna vistkerfinu í norskum vötnum.

RÁNFISKUR, sem Norðmenn kalla Kanadareyði eða Kanadableikju, er farinn að ógna vistkerfinu í norskum vötnum.

Norska náttúrufræðastofnunin, NINA, gerir hvað hún getur til að útrýma framandi fisktegundum í norskum vötnum og ám og þar er Kanadareyðurin efst á blaði. Var henni fyrst komið til í sænskum og finnskum vötnum og síðan hafa stangveiðimenn gerst sekir um að dreifa fiskinum viljandi til að hafa úr meiru að moða í veiðinni. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten í gær.

Fyrsta Kanadareyðurin veiddist í Kvesjøen í Norður-Þrændalögum fyrir tveimur árum og var hún meters löng og 10 kíló. Nú er hún komin í tvö vötn önnur og líklega fleiri.

Odd Terje Sandlund, sem vinnur við rannsóknir hjá NINA, segir, að Kanadareyðurin eyðileggi líffræðilega fjölbreytileika í þeim vötnum, sem hún kemst í, og sé auk þess miklu lakari matfiskur en urriði eða bleikja. Telur hann eins víst, að baráttan við hana sé þegar töpuð.