CIUDAD Real náði á ný fimm stiga forystu í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að sigra botnliðið Pilotes Posada á heimavelli, 30:22. Staðan var 18:12 í hálfleik og leikmenn Ciudad tóku lífinu með ró eftir það.

CIUDAD Real náði á ný fimm stiga forystu í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld með því að sigra botnliðið Pilotes Posada á heimavelli, 30:22. Staðan var 18:12 í hálfleik og leikmenn Ciudad tóku lífinu með ró eftir það. Ólafur Stefánsson hafði sig ekki mikið í frammi og skoraði tvö mörk fyrir Ciudad en markahæstir voru Egyptinn Hussein Zaky með 7 mörk og Slóveninn Ales Pajovic með 5 mörk.

Ciudad Real er með 34 stig en síðan koma Barcelona, Ademar Leon og Portland með 29 stig hvert og á etir þeim eru Valladolid og Altea með 25 stig.