ÍSLAND hefur hækkað sig um tvö sæti á styrkleikalista evrópskra félagsliða karla í handknattleik fyrir tímabilið 2004-2005 sem gefinn var út í vikunni. Ísland er í 22. sæti en var í 24. sæti fyrir yfirstandandi keppnistímabil.

ÍSLAND hefur hækkað sig um tvö sæti á styrkleikalista evrópskra félagsliða karla í handknattleik fyrir tímabilið 2004-2005 sem gefinn var út í vikunni. Ísland er í 22. sæti en var í 24. sæti fyrir yfirstandandi keppnistímabil.

Góð frammistaða Hauka í vetur hækkar Ísland á listanum en þeir komust í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og síðan áfram í Evrópukeppni bikarhafa eftir það. HK komst ennfremur í gegnum eina umferð í Evrópukeppni bikarhafa.

Ísland á möguleika á sama fjölda liða í Evrópumótunum næsta vetur. Einu í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, einu í EHF-bikarinn, einu í Evrópukeppni bikarhafa og tveimur í Áskorendabikarinn.

Spánverjar hafa náð efsta sætinu úr höndum Þjóðverja en báðar þjóðirnar fá að senda þrjú lið í meistaradeildina. Í næstu sætum eru Ungverjar, Slóvenar, Króatar og Danir, eins og á síðasta ári, en þessar þjóðir mega senda tvö lið hvert í meistaradeildina.

Frakkar fara úr 10. sætinu upp í það sjöunda og síðan er röðin þessi: 8. Serbía, 9. Rússland, 10. Noregur, 11, Svíþjóð, 12. Portúgal, 13. Makedónía, 14. Pólland, 15. Sviss, 16. Ítalía, 17. Rúmenía, 18. Úkraína, 19. Grikkland, 20. Tyrkland, 21. Austurríki, 22. Ísland. Alls eru 46 þjóðir á listanum.