Ostabollur með ólívum 2 dl rifinn ostur 50 g grænar ólívur m/ paprikufyllingu 7 dl hveiti fyrir brauðvélar 5 tsk þurrger 1 tsk salt 1 tsk sykur 2 ½ dl volgt vatn 2 msk olía 4 msk skyr eða kotasæla 1 egg til penslunar paprikuduft til skrauts 1.
Ostabollur með ólívum

2 dl rifinn ostur

50 g grænar ólívur m/

paprikufyllingu

7 dl hveiti fyrir brauðvélar

5 tsk þurrger

1 tsk salt

1 tsk sykur

2 ½ dl volgt vatn

2 msk olía

4 msk skyr eða kotasæla

1 egg til penslunar

paprikuduft til skrauts

1. Rífið ostinn og skerið ólívurnar smátt.

2. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til nota síðar.

3. Blandið saman öllum þurrefnunum, ostinum og ólívunum.

4. Hrærið skyrið eða kotasæluna út í vatnið og bætið olíunni út í.

5. Blandið öllu saman og hrærið og hnoðið, bætið hveitinu sem tekið var frá út í, ef þörf krefur. Passið að gera deigið ekki of þurrt, það á að vera mjúkt.

6. Setjið deigskálina til hefingar í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn í u.þ.b. 15 mín. Hnoðið deigið á ný og mótið pylsu sem skipt er í jafna bita.

7. Mótið bollur og látið þær lyfta sér á plötu með bökunarpappír.

8. Skerið eða klippið kross í bollurnar, penslið með eggi og stráið paprikudufti yfir.

9. Bakið við 210°C á miðrim í ofninum í 15-20 mín.

Bornar fram volgar með súpum, grænmetisréttum, salötum eða ostum.