Sælgætisterta af Netinu 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 1-11/2 amerískur bolli Rice krispies morgunverðarkorn 1. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum og púðursykrinum. 2. Teiknið á bökunarpappír tvo hringi um 23 cm í þvermál .
Sælgætisterta

af Netinu

4 eggjahvítur

2 dl sykur

1 dl púðursykur

1-11/2 amerískur bolli Rice

krispies morgunverðarkorn

1. Stífþeytið eggjahvíturnar með sykrinum og púðursykrinum.

2. Teiknið á bökunarpappír tvo hringi um 23 cm í þvermál . Setjið pappírinn á bökunarplötu.

3. Skiptið deiginu jafnt á hringana og bakið (báða botnana í einu) við 125°C í 50-60 mínútur á blæstri, 150°C í venjulegum ofni. Kælið síðan á bökunargrind.

Fylling:

2 pelar rjómi

1 askja jarðarber

1 lítil askja bláber

1. Þeytið rjómann, þvoið og skerið niður berin (takið e.t.v. nokkur frá til skreytingar) bætið þeim út í rjómann og setjið á milli tertubotnanna.

Krem:

2½ pakki Rolo (sælgætis-

rúllur fást í stórmörkuðum)

eða 1½ plata suðusúkkulaði

50 g suðusúkkulaði

4-6 msk rjómi

1. Bræðið súkkulaðið og þynnið með rjómanum, passið að það verði ekki of þunnt, hellið því yfir tertuna og skreytið með ferskum berjum.

Sé þessi terta bökuð í ofnskúffu eins og hér er gert þarf að tvöfalda uppskriftina.