Súkkulaðikaka 125 g suðusúkkulaði 125 g smjör 1½ dl sterkt kaffi 4 egg 275 g sykur 200 g hveiti 2 tsk lyftiduft 1. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita. Látið kólna. 2. Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt. 3.
Súkkulaðikaka

125 g suðusúkkulaði

125 g smjör

1½ dl sterkt kaffi

4 egg

275 g sykur

200 g hveiti

2 tsk lyftiduft

1. Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita. Látið kólna.

2. Þeytið egg og sykur þar til ljóst og létt.

3. Blandið eggjunum saman við smjör- og súkkulaðiblönduna.

4. Hrærið þurrefnunum ásamt kaffinu varlega saman við með sleikju.

5. Bakið deigið í tveimur tertumótum 23 cm í þvermál í um 20 mínútur við 200°C.

Krem:

150 g sigtaður flórsykur

75 g smjör

1 egg

125 g suðusúkkulaði

1 msk vatn

e.t.v. vanilludropar

1. Bræðið smjörið og súkkulaðið hægt við mjög lágt hitastig.

2. Hrærið sigtuðum flórsykrinum, eggi og vatni (og e.t.v. vanilludropum) saman við.

3. Smyrjið kreminu yfir kalda kökuna.

4. Berið fram með þeyttum rjóma.