Norsk smábrauð ¾ dl olía 1 dl léttmjólk 1 dl heitt vatn 1 egg 5 tsk þurrger ½ tsk salt 2 msk sykur 6 dl brauðvélarhveiti Til að pensla með: 1 egg valmúafræ sesamfræ 1. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til nota síðar ef þörf krefur. 2.
Norsk smábrauð

¾ dl olía

1 dl léttmjólk

1 dl heitt vatn

1 egg

5 tsk þurrger

½ tsk salt

2 msk sykur

6 dl brauðvélarhveiti

Til að pensla með:

1 egg

valmúafræ

sesamfræ

1. Takið frá 1 dl af hveiti og geymið á diski til nota síðar ef þörf krefur.

2. Blandið saman í stóra skál, heitu vatni úr krananum, kaldri mjólk, eggi og olíu og hrærið saman.

3. Bætið þurrefnunum saman við og hrærið og hnoðið. Bætið hveitinu sem tekið var frá í upphafi út í ef þörf krefur.

4. Passið að gera deigið ekki of þurrt, það á að vera mjúkt og klístrast hvorki við hendur né borð þegar það fer í skálina aftur. Setjið skálina í heitt vatnsbað í eldhúsvaskinn og látið hefast í um 15 mín.

5. Hnoðið deigið aftur og skiptið því í 12 jafna bita. Mótið bollur úr bitunum og notið beittan hníf til að skera 8 djúpar raufar í kantana á bollunum.

6. Penslið þær með samanslegnu eggi og stráið fræjunum yfir og látið hefast í um 10 mín. á bökunarplötunni.

7. Bakið við 225°C í um 10 mín. og kælið síðan á bökunargrind.