Bryndís Högna Ingunnardóttir fermist í Háteigskirkju hjá séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Tómasi Sveinssyni.
Bryndís Högna Ingunnardóttir fermist í Háteigskirkju hjá séra Helgu Soffíu Konráðsdóttur og séra Tómasi Sveinssyni. — Morgunblaðið/Jim Smart
Fermingarstúlkan á forsíðunni, Bryndís Högna Ingunnardóttir, er hér komin í hvítan kjól úr Flash. "Það sem við höfum verið að selja mest eru millisíðir kjólar úr sléttum efnum með hlírum og einhverju þunnu yfir," segir Hulda Hauksdóttir í...

Fermingarstúlkan á forsíðunni, Bryndís Högna Ingunnardóttir, er hér komin í hvítan kjól úr Flash.

"Það sem við höfum verið að selja mest eru millisíðir kjólar úr sléttum efnum með hlírum og einhverju þunnu yfir," segir Hulda Hauksdóttir í Flash.

"Pilsin er líka vinsæl og fínlegir toppar, gjarnan með einhverri blúndu, stúlkurnar vilja vera "fermingarlegar" eins og þær segja. Helstu litir eru hvítt og bleikt. Einnig eru á boðstólum kjólar í "sixtís"anda og þá gjarnan hafðar litlar peysur yfir með hálfermum."