— Morgunblaðið/Ásdís
Heitt rúllutertubrauð (upphaflega frá Jóa Fel) 1 rúllutertubrauð 1 askja paprikuostur 2 msk majónes 3 msk sýrður rjómi örl.
Heitt rúllutertubrauð

(upphaflega frá Jóa Fel)

1 rúllutertubrauð

1 askja paprikuostur

2 msk majónes

3 msk sýrður rjómi

örl. súputeningur mulinn fínt

1/3 græn paprika

1/3 rauð paprika

3 msk maískorn

"season all" krydd

léttmajónes

rifinn ostur

paprikuduft

1. Blandið saman paprikuosti, sýrðum rjóma, majónesi og örl. muldum súputeningi.

2. Skerið paprikurnar niður í smáa teninga og blandið saman við ostahræruna og kryddið með "season all kryddi" eftir smekk.

3. Jafnið ostahrærunni á rúllutertubrauðið og rúllið upp.

4. Smyrjið brauðtertuna með þunnu lagi af léttmajónesi að utan og stráið rifnum osti og paprikudufti yfir.

5. Bakið rúllutertubrauðið við 200°C í u.þ.b. 20 mín. eða þar til osturinn fer að brúnast.

Á þetta borð sem við ætluðum fyrir 20 manns tvöfölduðum við þessa brauðtertu og bökuðum hana í venjulegu eldföstu móti.