— Morgunblaðið/Ásdís
Laxa- og rækjubrauðterta 5 harðsoðin egg 250 g Hellmans light-majónes 1 dós sýrður rjómi 10% 2½ msk sítrónusafi 250 g reyktur lax 300 g rækjur 2½ msk dill ferskt 1½ rúllutertubrauð 1. Setjið rækjur og lax í blandara og maukið. 2.
Laxa- og

rækjubrauðterta

5 harðsoðin egg

250 g Hellmans light-majónes

1 dós sýrður rjómi 10%

2½ msk sítrónusafi

250 g reyktur lax

300 g rækjur

2½ msk dill ferskt

1½ rúllutertubrauð

1. Setjið rækjur og lax í blandara og maukið.

2. Sjóðið egg, kælið og saxið og blandið öllu saman sem á að fara í salatið og hrærið og kryddið og bragðið til.

3. Smyrjið salatinu jafnt á rúllutertubrauðin, rúllið upp og skerið síðan niður í hæfilegar sneiðar (ekki þunnar) með beittum hnífi. Raðið sneiðunum þétt í botninn á djúpu kringlóttu tertumóti (pie móti með háum köntum) með smellulæsingu á hliðinni.

4. Raðið áfram sneiðum þétt upp með hliðinni og fyllið siðan formið með sneiðum eða rifnu brauði og salati. Látið brauð vera efsta lagið ef það er notað.

5. Látið tertuna standa í ísskáp nokkra klukkutíma.

6. Losið tertuna úr forminu með því að fara með hníf hringinn í kring í forminu.

7. Hvolfið á fat og skreytið með fersku dilli og raðið salati á fatið í kring.