— Morgunblaðið/Ásdís
Veisluterta 4 egg 2 dl sykur 2 dl möndlur 2 dl döðlur 2 dl súkkulaði 2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft ½ lítri rjómi ca 400 g Odense marsipan til að hjúpa kökuna með 60-70 g flórsykur 1.
Veisluterta

4 egg

2 dl sykur

2 dl möndlur

2 dl döðlur

2 dl súkkulaði

2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

½ lítri rjómi

ca 400 g Odense marsipan

til að hjúpa kökuna með

60-70 g flórsykur

1. Þeytið egg og sykur mjög vel saman, brytjið á meðan möndlur, döðlur og súkkulaði.

2. Setjið þetta allt saman í eina skál og hrærið 2 msk. af hveitinu saman við.

3. Blandið þessu síðan varlega saman við eggjahræruna ásamt hveitinu sem eftir er og lyftiduftinu.

4. Klippið bökunarpappír í botninn á þeim tertumótum sem þið ætlið að baka tertuna í, smyrjið hann og einnig vel upp með köntunum.

5. Skiptið deiginu jafnt í tvö 24 cm tertuform í þvermál og bakið við 200°C í 15-20 mín.

6. Lofið kökunum að kólna í mótunum á bökunargrind.

Stífþeytið rjómann, smyrjið hluta af honum á kökuna kalda og leggið hinn botninn ofan á. Smyrjið rjóma einnig ofan á kökuna og á hliðarnar.

Hnoðið saman marsipani og sigtuðum flórsykri og bætið flórsykri út í þar til marsipanið er hætt að klístrast við hendurnar. Fletjið það út (hafið plastfilmu undir á borðinu) í svo stóra köku að hægt sé að hjúpa tertuna með henni. Leggið hana þétt að hliðum tertunar. Skreytið að vild.

Gott er að láta rjómann og marsipanið á kökuna 1-2 dögum áður en hún á að borðast því þá verður marsipanið mýkra.

Athugið að marsipan er líka hægt að kaupa útflatt í stórmörkuðum.